Gamlabio

Hið sögufræga og fallega hús í hjarta Reykjavíkur, Gamla bíó, hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga. Umfangsmiklar framkvæmdir hafa átt sér stað til þess að betrumbæta alla aðstöðu sem þjóna mun nútíma þörfum.

Mikil áhersla var lögð á að halda í upprunalegu hönnun og virðuleika sem gerir Gamla bíó að einstöku samkomuhúsi í miðbænum, með svo gott sem endalausum notkunarmöguleikum.

Gamla bíó er kjörið ráðstefnuhús fyrir stóra sem litla fundi.

Við getum boðið upp á rými fyrir 10 manns til 750 manns og allt þar á milli.

Í húsinu er til staðar öflugur myndvarpi, stærðarinnar bíótjald, margskonar útfærslur á sætauppstillingum, sviði og veitingum.


Jazz, rokk, popp, kórar, raf, sígild tónlist eða diskófriskó, það eru engin takmörk og við fögnum fjölbreytileikanum.

Í Gamla bíó er hljóðkerfi, ljósakerfi og svið sem er breytanlegt. Tónleikargestir geta verið 750 á fæti eða 317 í sæti, nú eða blöndu af báðu því hægt er að hafa t.d. sætaraðir uppi og standandi niðri.Gamla bíó var byggt árið 1926 og hefur síðan þá skipað stóran sess í menningu Íslendinga, fyrst sem kvikmynda- og menningarhús og síðan hafði Íslenska Óperan aðsetur sitt þar í áraraðir og óperuuppfærslurnar sem hafa verið á sviðinu því ótal margar.

Einnig hafa verið sett upp leikverk, uppistand, tónleikar úr öllum áttum, söngleikir, kabarett og fleira. Hér (tengja yfir á söguhlutann) má fræðast meira um sögu Gamla bíó.
Send us a line
Thank you, the message has been delivered