Meeting rooms

Gamla bíósalnum hefur nú verið breytt í margnota sal sem hentar jafnt fyrir sitjandi galaveislur eins og ráðstefnur og rokktónleika. Með einföldum hætti er hægt að breyta ásjónu hans svo um munar og opnar það fyrir ótal möguleika í viðburðarhaldi.

í þessum sal hafa ófáir Íslendingar horft á bíómyndir, séð óperusýningar eða tónleika því hann hefur verið miðpunktur menningar á Íslandi í 90 ár og verður það um ókomna tíð.
Margir Íslendingar eiga minningu þar sem þeir bíða eftir því að komast inn í anddyri Gamla bíó, kaupa bíómiða og appelsín með lakkrísröri. Þetta sögufræga og friðaða anddyri prýddi líka plötuumslag hljómsveitarinnar EGO og er nú sem áður notað sem miðasala fyrir viðburði.
Gamla sjoppan var færð upp á aðra hæð og nýr bar hannaður í anda hússins.
Á þriðju hæð er Petersen svítan sem áður var heimili Peter Petersen sem lét byggja Gamla bíó árið 1926. Nú hefur hæðinni verið breytt í einstakan útsýnisveitingastað með útisvæði sem á sér ekki hliðstæðu á Íslandi.
Í Petersen svítunni eru þrjú rými sem hægt er að leigja fyrir fundi og minni einkasamkvæmi, Bíóherbergið sem rúmar 30-40 manns, Óperuherbergið rúmar 20-30 manns og Kvikmyndaherbergið (glersalurinn) rúmar um 50 manns. Einnig er möguleiki að leigja Petersen svítuna í heild sinni fyrir allt að 150 manna einkasamkvæmi.
Send us a line
Thank you, the message has been delivered