Fim
29 Nóv

Bassadætur

Petersen svítan

Bassadætur

Fimmtudaginn 29.nóvember ætla Unnur Birna & Dagný Halla að halda uppi stemningunni í Petersen svítunni!

Unnur Birna og Dagný Halla eru heldur betur músíkalskar systur. Unnur Birna er fiðluleikari og söngkona og hefur komið víða við í tónlistarheiminum og leikhúsunum og spilað með mörgum af okkar bestu listamönnum auk Ian Anderson úr Jethro Tull. Dagný Halla stofnaði stúlknabandið Sæbrá og söngtríóið Farfugla ásamt Ágústu Evu Erlendsdóttur og Unni Birnu og hefur sungið inn á plötur m.a. hjá Bjartmari Guðlaugssyni og Pálma Sigurhjartarsyni.
Þær munu syngja ljúf tvísöngslög eins og "Sestu hérna hjá mér", "Í rökkurró", erlend og íslensk jazzskotin popplög í eigin útsetningum og fleira skemmtilegt. Ekki missa af þessu!

Bubbly Thursday verður á sínum stað frá kl.17-01!

Frítt inn - Hlökkum til að sjá ykkur!