Þri
23 Maí

Brimlending Bartóna

Brimlending Bartóna

Gamla Bíó
Kaupa miða

Brimlending Bartóna

Brimlending Bartóna

Bartónar, kallakór Kaffibarsins, heldur þann 25. maí til Lundúna. Af því tilefni höfum við ákveðið að slá til léttrar söngveislu til að afla fjár fyrir ferðina og kveðja ísland fyrir þessa svaðilför.

Kórinn mun flytja sín helstu lög frá upphafi og stjórnandinn, Jón Svavar Jósefsson, mun slá á sína alkunnu stórgóðu strengi og fara með gamanmál. Afslöppuð stemming og almenn gleði munu einkenna tónleikana.

Ekki verður um hefðbundna setu á tónleikunum þar sem við viljum búa til sérstaka semmingu með borðum og stólum.