Mið
25 Okt

Marína & Mikael

Marína & Mikael

Petersen svítan

Marína & Mikael

Marína & Mikael

Petersn svítan mun bjóða upp á lifandi tónlist alla miðvikudaga og fimmtudaga í vetur!

Jazzdúettinn Marína & Mikael mætir nú til leiks í Petersen Svítuna í fyrsta sinn. Dúettinn var stofnaður í Conservatoríunni í Amsterdam 2014 þar sem þau kynntust í námi, en dúettinn skipa söngkonan Marína Ósk Þórólfsdóttir, nýútskrifuð frá skólanum og gítarleikarinn Mikael Máni Ásmundsson, sem er nú á sínu lokaári.
Dúettinn hefur getið sér gott orð á íslenskri jazzsenu og er þekktur fyrir skemmtilegar útsetningar, fallegt, músíkalskt samspil og einlæga framkomu. Þau gáfu nýverið út sína fyrstu plötu, Beint heim, við góðar undirtektir.
Þau ætla að opna jazzmöppuna og leika sín uppáhalds jazz/latin/pop númer auk þess sem talið verður í lög af plötunni.

Frítt inn - hlökkum til að sjá ykkur!