Fim
30 Nóv

Fabúla - afmælistónleikar

Fabúla - afmælistónleikar

Gamla Bíó
Kaupa miða

Fabúla - afmælistónleikar

Fabúla - afmælistónleikar

Fabúla – 20 ára afmælistónleikar

30. nóvember fagnar Fabúla 20 ára ferli með stórtónleikum í Gamla bíói. Hún er þekkt fyrir ævintýralegar sviðsetningar og uppákomur á tónleikum sínum og verða þessir afmælistónleikar engin undantekning

Fabúla hóf tónlistarferil sinn með útgáfu plötunnar “Cut My Strings”, vakti hún mikla athygli og var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Í kjölfarið sigldu platan “Kossafar á ilinni”, sem tilnefnd var í flokkinum “plata ársins” árið 2002, “Dusk” 2006 og “In Your Skin” 2009. Síðastliðin 20 ár hefur Fabúla flutt tónlist sína bæði hérlendis og erlendis ýmist ein eða með ýmsum af fremstu tónlistarmönnum og konum landsins.

Tónlist Fabúlu má lýsa sem angurværri og gáskafullri í senn og leikhúsandinn svífur gjarnan yfir vötnum. Fyrir þremur árum fluttist hún til London og nam leiklist og munu þessir tónleikar því dansa enn frekar á mörkum leiks og tóna.

Búið ykkur undir fangandi ævintýri fyrir augu og eyru.

Fram koma ásamt Fabúlu
Unnur Birna Bassadóttir Jökull Jörgensen
Birkir Rafn Gíslason
Scott McLemore
Kjartan Valdemarsson
Angela Eyton

Gestatónlistarfólk og leikarar koma fram þetta kvöld og verða kynnt til leiks þegar nær dregur. Fylgist með á facebook síðu viðburðarins: Fabúla – Afmælistónleikar.