8. & 9.des

The Las Vegas Christmas Show

The Las Vegas Christmas Show - UPPSELT

Gamla Bíó
Kaupa miða

The Las Vegas Christmas Show

The Las Vegas Christmas Show - UPPSELT

Geir Ólafsson ásamt stórsveit Don Randi og einvala liði söngvara halda sína árlegu jólatónleika í Gamla Bíó föstudagskvöldið 8. desember nk.

Andi jólasýninga Las Vegas svífur yfir vötnum og til að kóróna þann brag er hin heimsþekkta stórsveit Don Randi enn og aftur komin til Íslands til að leggja Geir Ólafs lið. Ferill Don Randi er stórglæsilegur og hefur hann ásamt hljómsveit sinni unnið í gegnum tíðina með mörgum heimsfrægum söngvurum og leikurum, má þar telja Elvis Presley, Frank Sinatra, Beach Boys, Bette Midler, Dean Martin, Diana Ross, Simon & Garfunkel, ABBA og Tom Jones ...svo aðeins nokkrir séu nefndir.

Söngvarar sem fram koma eru Geir Ólafsson, Guðrún Árný, Soffía Karlsdóttir, Ingó veðurguð, Bjartur Logi, Már Gunnarsson og Ísold Wilberg. Elvis Presley mætir einnig á svæðið, en eins og flestir vita hefur hann verið búsettur á íslandi „allan tímann“.

Tónlistarstjóri sýningarinnar er Þórir Baldursson

Kynnar eru óperu-dúettinn Stefán og Davíð.
Píanóleikari í borðhaldi er Hernan Herrera frá Kólumbíu.

Missið ekki af einstökum jólatónleikum þar sem frábær skemmtun og flutningur eru höfð í hávegum. Í fyrra seldist upp þannig að um er að gera að tryggja sér miða í tíma.