Fim
14 Des

JÓLASTUÐ

JÓLASTUÐ með Valdimari Guðmundssyni og Stórsveit Samma

Gamla Bíó
Kaupa miða

JÓLASTUÐ

JÓLASTUÐ með Valdimari Guðmundssyni og Stórsveit Samma

JÓLASTUÐ með Valdimari Guðmundssyni & Stórsveit Samma í Gamla Bíó 14. des

Ásamt Bryndísi Jakobsdóttir

Komdu þér í hið eina sanna Jólastuð með Valdimari Guðmundssyni & Stórsveit Samma í Gamla Bíói fimmtudaginn 14. desember
Samúel Jón Samúelsson eða Sammi eins og hann er jafnan kallaður og hljómsveit hans eru löngu þekktir fyrir hrynhita og fjör og nú ætla þeir sér að hella sér í jólatónleikaflóðið með stórsöngvaranum Valdimari Guðmundssyni.
Aðdáendur sveitarinnar kannst margir við funky christmas partí sem haldin hafa verið undanfarin ár þar sem Valdimar hefur veri gestur en nú verður Valdimar aðal og syngur jólalög úr ýmsum áttum sem söngvarar eins og Stevie Wonder, Donny Hathaway, Mickael Jackson, Frank Sinatra ofl fluttu á sínum tíma. Hljómsveitin er skipuð 14 úrvals hljóðfæraleikurum
Valdimar Guðmundsson hefur á síðustu árum haslað sér völl sem einn af ástsælustu söngvurum þjóðarinnar. Hann sló fyrst í gegn með plötunni Undraland með hljómsveit sinni, Valdimar. Eftir það hefur farið um víðan völl í tónlistinni og auk þess að gefa út tvær plötur til viðbótar með hljómsveit sinni hefur Valdimar sungið á tónleikum og á upptökum í hinum ýmsu tónlistarstefnum, allt frá jazzi til rapps.

Hér er á ferðinni Jazz, Funk & Soul Jóla veisla sem kemur þér í sannkallað Jólastuð
Sérstakur gestur verður Bryndís Jakobsdóttir

Ath! frjálst sætaval.