21.-23.des

Jülevenner Emmsjé Gauta

Jülevenner Emmsjé Gauta

Gamla Bíó
Kaupa miða

Jülevenner Emmsjé Gauta

Jülevenner Emmsjé Gauta

AUKASÝNINGUM BÆTT VIÐ Á ÞORLÁKSMESSU

Sérstakar fjölskyldusýningar verða haldnar 22. og 23. Desember klukkan 17:00. Fram koma Emmsjé Gauti, Salka Sól, Aron Can, JóiPé, Króli og aðrir góðir gestir. Styttri sýning sem hæfir öllum aldurshópum.

ATH breytt lineup á Þorláksmessutónleikum: Emmsjé Gauti, Aron Can, JóiPé og Króli, Salka Sól, Bartónar, Jón Svavar og sérstakur LEYNIGESTUR

Sýningar:
21.desember kl.21:00 - UPPSELT
22.desember fjölskyldusýning - UPPSELT
22.desember kl.21:00 - UPPSELT
23.desember kl.17:00 fjölskyldusýning - UPPSELT
23.desember kl.20:00 - Örfáir miðar til
23.desember kl.23:00

Langar þig á jólatónleika en nennir ekki að hlusta jólalög allt kvöldið?

Þá er komin lausn á því vandamáli!

Emmsjé Gauti hringir inn jólin ásamt fríðu föruneyti með skemmtilegri mixtúru af rapp og jólatónleikum. Rappsenan á Íslandi hefur aldrei verið stærri og er því kærkomið að rappunnendur fái sinn skerf af jólageðveikinni.

Ásamt Emmsjé Gauta koma fram Aron Can, JóiPé og Króli, Salka Sól, Helgi Björns, Bartónar og sérstakir gestir eru hljómsveitin Cyber.

Undirleikur er í höndum mikilla meistara en það eru hljóðfæraleikarar á heimsmælikvarða sem sjá um að tónlistin njóti sín sem allra best. Hljómsveitina skipa Hrafnkell Guðjónsson, Vignir Rafn Hilmarsson, Björn Valur Pálsson, Steingrímur Teague og Rögnvaldur Borgþórsson.

Þar sem um sitjandi tónleika í Gamla Bíó er að ræða verður miðafjöldi takmarkaður. Því er um að gera að tryggja sér miða sem allra fyrst.

Það vill enginn missa af innreið rappsins í jólatónleikasenuna.

Jólakveðja.

18 ára aldurstakmark er á kvöldtónleikana.