Fös
14 Des

Jólatónleikar Þórs Breiðfjörð - Jól í stofunni

Gamla Bíó
Kaupa miða

Jólatónleikar Þórs Breiðfjörð - Jól í stofunni

Jólatónleikar Þórs Breiðfjörð
Jól í stofunni

Sérstakur gestur: Kristjana Stefánsdóttir

Hljómsveit:
Tónlistarstjóri/píanó - Vignir Þór Stefánsson
Trommur - Þorvaldur Halldórsson
Kontrabassi - Jón Rafnsson
Fiðla/gítarar - Matthías Stefánsson
Blásarasveit undir forystu Snorra Sigurðarsonar
Hljóð: Sigurvald Helgason
Ljós: Jóhann Bjarni Pálmason

Jólatónleikar Þórs Breiðfjörð verða haldnir fimmta árið í röð og að sjálfsögðu nú, eins og undanfarin ár, í hinu glæsilega Gamla Bíói. Gestum býðst nú í annað sinn að sitja niðri á hringborði þar sem boðið er upp á “fordrykk með jólabragði”. Einnig er hægt að kaupa sér sæti í hefðbundinni tónleikauppstillinu uppi á svölum. Aðgangur er allur hinn glæsilegasti í þessu fallega húsi með bari á báðum hæðum.

Andi ljúflingssöngvara á borð við Bing Crosby, Michael Bublé og Rod Stewart svífur yfir vötnum sem fyrr. Tónleikarnir, sem eru persónulegir, glæsilegir og hátíðlegir í senn; eru nú þegar orðnir fastur liður í jólunum hjá mörgum Íslendingum sem kjósa þægindi og örlítinn lúxus umfram raðir, mannfjölda og jólastress.
Sérstakur gestur er dómarinn úr þáttunum "Kórar Íslands", leikarinn, tónskáldið og söngdívan Kristjana Stefánsdóttir.

Mæting fyrir gesti í "fordrykk með jólabragði" er 90 mínútum fyrir tónleika. Eftir kaup á miða niðri í sal er hægt að hafa samband beint við Gamla Bíó til að taka frá borð ef um hóp er að ræða.

Veitingar niðri á gólfi (innifaldar í miðaverði í sal):
Freyðivínsglas ásamt 5 jólasnittum og jólakonfekti
Jólasíld með eplum og dillmauki
Fennelgrafinn Lax með hunangsdressingu,
Tvíreykt Hangikjöt,aðalbláber og kotasæla,
Hreindýra-pate með nornaseyði og Blóðberg
Hunangsgljáður Kalkún með sætkartöflumauki
Jólakonfekt

Grænmetis-seðill (látið Gamla Bíó vita eftir miðakaup):
Jólabrauð og laufabrauð
Jólarauðbeður með eplum og dillmauki
Grænmetishnetuklattar með fíkjumauki
Sætbasil "Vegan wings" Blómkál og rósmarín