6. - 8. desember

Las Vegas Christmas Show

Geir Ólafsson

Gamla Bíó
Kaupa Miða

Las Vegas Christmas Show

Geir Ólafsson

Þessir einstöku tónleikar eru nú orðnir fastur liður á aðventu landsmanna og hafa fengið feikna góða dóma fyrir frábæran flutning, skemmtanagildi og fagmennsku í alla staði. Geir sjálfur er frábær söngvari og skemmtikraftur. Að hafa svo að baki sér sjálfan Don Randy og stórsveit hans er eitt og sér stórviðburður í íslensku tónlistarlífi og gefur þessum tónleikum algjöra sérstöðu. Þar að auki hefur hann með sér fjöldan allan af hæfileikafólki þar sem hann gefur ungu kynslóðinni ekki síður pláss en þeirri eldri.

Þetta árið mun Las Vegas Christmas Show ekki gefa fyrri sýningum neitt eftir. Blanda af heimsþekktum reynsluboltum, ungum stórefnilegum söngvurum og öllu þar á milli mun hljóma sem aldrei fyrr í Gamla Bíó í desember næstkomandi. Enn og aftur mun Don Randi mæta með The Quest Big Band og á dagkránni verða jólalög og standardar sem allir þekkja í einstökum flutningi Geirs og hans fríða flokks.

Það er með stolti sem kunngjört er að kynnir og “MC” verður hinn heimsþekkti leikari, tónlistarmaður og uppistandari Nick Jameson (24, Lost, King of Queens ofl.)

Það verður því sannkölluð “Glamour” jólastemming að mæta í hátíðarkvöldverð í fagurlega skreyttum sal Gamla Bíó á aðventunni, í góðra vina hópi, neyta guðaveiga, gleyma öllu jólastressi og njóta Las Vegas Cristmas Show!