Fim
22 Nóv

Frönsk kaffihúsastemning

Petersen svítan

Frönsk kaffihúsastemning

Fimmtudagskvöldið 22. nóvember munu söngkonan Unnur Sara Eldjárn og píanóleikarinn Birgir Þórisson spila frönsk kaffihúsalög frá kl. 21-23.

Þau flytja þekkt lög frá listamönnum á borð við Edith Piaf og lög af plötunni „Unnur Sara syngur Gainsbourg” sem kom út í ágúst og má hlusta á hér: https://spoti.fi/2C1t1Yf

Þau hafa heldur betur slegið í gegn á tónleikum hjá okkur svo að við getum ekki beðið eftir að fá þau aftur til okkar!

Það er tilvalið að kíkja við, njóta ljúfra tóna og upplifa franska kaffihúsastemningu með kampavínsglas í hönd!

Happy hour verður á sínum stað frá kl.16-20 en kampavín verður á happy hour frá kl.17 og út allt kvöldið!

Frítt inn - Hlökkum til að sjá ykkur!