Hátíðarsalur

Gamla bíósalnum hefur nú verið breytt í margnota sal sem hentar jafnt fyrir sitjandi galaveislur eins og ráðstefnur og rokktónleika. Með einföldum hætti er hægt að breyta ásjónu hans svo um munar og opnar það fyrir ótal möguleika í viðburðarhaldi.

í þessum sal hafa ófáir Íslendingar horft á bíómyndir, séð óperusýningar eða tónleika því hann hefur verið miðpunktur menningar á Íslandi í 90 ár og verður það um ókomna tíð.
Gamli bíósalurinn er á tveimur hæðum en glæsilegar svalir setja sinn svip á rýmið. Á svölunum er hægt að hafa uppdekkuð borð, bíósæti og í raun það sem hentar hverju sinni.

Tignarleg kristalskróna setur punktinn yfir i-ið. Hana má bæði hífa upp og niður, eftir því hvað á við.
Sendu okkur línu
Takk fyrir, skilaboðunum verður komið áleiðis.