Petersen svítan
Peter Petersen lét byggja Gamla bíó undir bíórekstur sinn árið 1926 og um leið íbúð fyrir sjálfan sig á þriðju hæð hússins. Nú hefur þessari íbúð bíóstjórans verið breytt í einstakan útsýnisbar sem opinn er daglega fyrir gesti og gangandi og hentar líka vel fyrir einkasamkvæmi og fundi.
Petersen svítuna er hægt að leigja í heild sinni fyrir hópa allt að 150 manns og einnig stök rými innan hennar. Óperuherbergið rúmar 20-30 manns, Kvikmyndaherbergið 30-40 manns og Bíóherbergið (glersalurinn) um 50 manns.
Endilega sendið okkur línu á gamlabio@gamlabio.is til þess að fá frekari upplýsingar og tilboð fyrir hópa.