Your Custom Text Here
Petersen svítan & Gamla bíó hefur hafið samstarf við Lux veitingar og munu þeir nú sjá um veitingar í öllum veislum í Petersen svítunni & Gamla bíó. Lux veitingar voru stofnaðar af þeim Hinriki Lárussyni og Viktori Erni Andréssyni árið 2018. Eins og nafnið gefur til kynna þá standa Lux veitingar fyrir lúxus, gæði og persónulega þjónustu. Viktor og Hinrik hafa starfað á mörgum af bestu veitingastöðum Íslands.
Viktor & Hinrik kynntust þegar þeir kepptu í heimsmeistarakeppni í matreiðslu ''Bocuse d´or'' árið 2017. Báðir hafa þeir mikla ástríðu fyrir keppnismatreiðslu og voru báðir í Kokkalandsliðinu um nokkur ára skeið. Viktor Örn vann gull í keppninni kokkur ársins árið 2013 og 2014 tók hann einnig gullið í norðurlandakeppninni.
Petersen svítuna er hægt að leigja í heild sinni fyrir hópa allt að 150 manns og einnig stök rými innan hennar. Óperuherbergið rúmar 20-30 manns, Kvikmyndaherbergið 30-40 manns og Bíóherbergið (glersalurinn) um 50 manns.
Sendið okkur línu á gamlabio@gamlabio.is fyrir frekari upplýsingar og tilboð fyrir hópa.
Ingólfsstræti 2a - s: 563 4000 - gamlabio@gamlabio.is - kt. 670313-0260 - VSK nr. 113657