Eftir mikla aðsókn á fyrstu óperuuppfærslu Kammeróperunnar af Così fan tutte í október s.l. er komið að aukasýningum og nú í Gamla bíó!
Miðasala fer fram á Tix:
https://tix.is/.../operukvoldver-ur-i-gamla-bio-cosi-fan.../
Sýningin býður upp á einstaka kvöldstund fyrir áheyrendur þar sem þau snæða þriggja rétta kvöldverð á vegum Gamla bíó og hlýða í leiðinni á frjálslegan og skemmtilegan flutning á óperunni Così fan tutte. Óperan verður flutt í íslenskri þýðingu í fyrsta sinn.
Þegar áheyrendur mæta í Gamla bíó stíga þau inn í tímavél sem flytja þau til Reykjavíkur í byrjun 20. aldar. Flytjendur eru í hlutverkum staðarhaldara Iðnó, þjóna til borðs og leika í kringum áheyrendur sem njóta matar, drykkjar, söngs og hljóðfæraleiks fram eftir kvöldi. Létt andrúmsloft ríkir yfir söguþræði verksins en þótt dramtíkin sé vissulega til staðar þá er húmorinn rauður þráður í óperunni.
Óperan Così fan tutte er ein þekktasta og vinsælasta ópera hins mikla meistara Mozarts en hefur ekki verið flutt á Íslandi síðan 2008 af óperustúdíó Íslensku óperunnar. Óperan fjallar um tvo vini, Guglielmo og Ferrando sem fara í veðmál við Don Alfonso sem er eldri og þykist vitrari. Don Alfonso telur að allar konur séu ótrúar, eða allar konur eins (líkt og tiltillinn, Cosi fan tutte, gefur til kynna). Þeir ákveða að dulbúa sig og sanna það fyrir Don Alfonso að þeirra kærustur Fiordiligi og Dorabella séu vissulega trúar sama hvað. Þetta hefur í för með sér skemmtilega og fyndna atburðarás sem endar með ósköpum.
Bjarni Thor Kristinsson leikstýrir sýningunni
Gísli Jóhann Grétarsson er hljómsveitarstjóri.
Söngvarar eru Unnsteinn Árnason sem Guglielmo, Eggert Reginn Kjartansson sem Ferrando, Kristín Sveinsdóttir sem Dorabella, Lilja Guðmundsdóttir sem Fiordiligi, Jón Svavar Jósefsson sem Don Alfonso og Jóna G. Kolbrúnardóttir sem Despina.
Kór - Óperudeild Söngskólans í Reykjavík
Hljóðfæraleikarar eru
1.fiðla – Páll Palomares
2.fiðla – Helga Þóra Björgvinsdóttir
Víóla – Hafrún Birna Björnsdóttir
Semball – Guðrún Óskarsdóttir
Klarinett – Símon Karl Sigurðarson Melsteð
Matseðill
Forréttur
Léttreykt bleikja & grillað humarsalat
Brúnað blómkál, dill, græn epli & vinagreta
-
Rauðrófu carpaccio
Toffí rauðrófa, trufflu mæjó, klettasalat, sólblómafræ & croutons (v)
Aðalréttur
Grilluð lambasteik
Villisveppasósa, kartöflupressa, bakaðar gulrætur & gulrótarmauk
-
Grilluð Seljurótar- & hnetusteik
Steiktir villisveppir, seljurótamauk, freyðandi jurtasósa & laukgljái (v)
Eftirréttur
Karamellu- og súkkulaðimús, salthnetur & saltkaramella
-
Vegan súkkulaðimús
Hindber, hindberja sorbet & hafra mulningar (v)