Við færum fimmtudags tónlistina okkar yfir á miðvikudaginn 6.nóv þessa vikuna en það eru engir aðrir en Langi Seli og Skuggarnir sem ætla að haldi uppi stemningunni á Petersern svítunni.
Langi Seli og Skuggarnir er rúmlega 30 ára gömul hljómsveit sem spilar sína frumsömdu tónlist með tilbrigðum við rokkabillýið og rokksöguna.
Hljómsveitin er tríó þar sem Langi Seli sér um gítar og söng, Jón Skuggi um kontrabassa og söng og Erik Qvick um trommur og söng.
Sveitin hefur gefið út fimm plötur, nú síðast "bensínið er búið" tíu tommu þröngskífu þar sem meðal annars má finna samnefnt lag.
Happy Wednesday tilboð á barnum!
Frítt inn & allir velkomnir!
Back to All Events
Earlier Event: November 2
Björn Bragi Djöfulsson
Later Event: November 14
Tríó Sváfnis Sig