Back to All Events

NEI SKO - Ljótikór syngur Spilverkið -

Ljótikór flytur lög og ljóð Spilverks þjóðanna á tónleikum í Gamla bíói þann 13. mars kl. 20. UPPSELT.

NEI SKO - Aukatónleikar 4. apríl kl. 20.

Aðgangseyrir: 3500 kr.
Miðakaup á tix.is
https://tix.is/is/buyingflow/tickets/17016/

Spilverk þjóðanna er ein ástsælasta hljómsveit Íslandssögunnar. Hún starfaði aðeins í fáein ár á seinni hluta áttunda áratugarins, en skildi eftir sig lög og texta sem lifa góðu lífi með þjóðinni. Spilverk þjóðanna skipuðu Egill Ólafsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú), Sigurður Bjóla og Valgeir Guðjónsson.

Í þeim tilgangi að rifja upp þessa tregafullu og skemmtilegu ballöðumúsík, og jafnframt hylla Spilverkið, hefur Ljótikór búið til dagskrá með kórútsetningum valdra laga, ásamt með fróðleiksmolum um hljómsveitina og tíðarandann.

Stjórnandi Ljótakórs er Nanna Hlíf Ingvadóttir, Einar Jónsson gerði útsetningar laganna, en með kórnum spila Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari, Örn Ýmir Arason kontrabassaleikari og Guðni Franzson klarinettuleikari.

Earlier Event: February 8
Laxaþjóð | A Salmon Nation
Later Event: May 17
Mínus