Back to All Events

Stína Ágústsdóttir & Andrés Þór

Söngkonan Stína Ágústsdóttir og gítarleikarinn Andrés Þór leika i Petersen svítunni í Gamla bíó þann 9. janúar kl.21. Á efniskránni verða lög úr ýmsum áttum í útsetningum dúettsins.

Stína Ágústsdóttir söngkona ætti að vera jazzáhugafólki Íslands kunn en síðasta plata hennar, Jazz á Íslensku, hefur notið vinsælda landsmanna síðustu tvö ár og þótti mikilvæg viðbót í jazzflóru Íslands þegar hún var tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna 2017. Í desember síðastliðnum gaf hún svo út jólaplötuna Hjörtun okkar jóla ásamt Marínu Ósk söngkonu og Mikael Mána gítarleikara en sú plata fékk glimrandi dóma. Stína er búsett og starfandi í Stokkhólmi en kemur reglulega til Íslands og syngur fyrir landann.

Andrés Þór hefur verið aktífur í íslensku tónlistarlífi um árabil og gefið út 6 hljómdiska í eigin nafni og fjölmarga sem meðleikari sem og í samstarfsverkefnum. Auk þess að vera einn af eftirsóttustu jazzgítarleikurum landsins hefur hann starfað við ýmiskonar lausamennsku í hljóðverum og leikhúsum.

Frítt inn & allir velkomnir!

Earlier Event: December 31
New Year’s Eve Party
Later Event: January 10
Björn Bragi Djöfulsson