Söngvararnir Helga Margrét, Vigdís Þóra og Villi Ósk snúa aftur til að flytja, ásamt fríðu föruneyti, jazz eftir hinsegin tónskáld og flytjendur, ásamt nokkrum af þeirra uppáhalds hinsegin perlum. Vel valinn söngleikjalög og baráttu söngvar detta ljúflega inn á efnisskránna en þríeykið mun færa gestum ylhýra fróðleiksmola um lögin og hinsegin söguna á bakvið þau.
Tónleikarnir voru fluttir fyrir fullu húsi á Hinsegin dögum 2023 og komust færri að en vildu. Ekki láta þessa ljúfu og ánægjulegu kvöldstund fram hjá þér fara.
Vissir þú að Fly me to the Moon væri hinsegin ástarlag?