Vök heldur tónleika í Gamla Bíói fimmtudaginn 9. júlí
Hljómsveitin Vök sendi frá sér sína aðra breiðskífu, „In The Dark“ í fyrra og í kjölfarið fékk hljómsveitin þrenn verðlaun á Íslensku Tónlistarverðlaununum.
Vök hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi frá því að þau unnu Músíktilraunir 2013. Síðan þá hefur sveitin gefið út tvær stuttskífur (EP) og breiðskífuna, „Figure“ sem var einnig valin 'plata ársins 2017' á Íslensku Tónlistarverðlaununum.
Sveitin hefur verið á þrotlausum tónleikaferðum um allan heim undanfarin ár og er ekkert gefið undan við að fylgja á eftir nýju plötunni.
Forsala er hafin á tix.is
Back to All Events
Earlier Event: June 25
Hæ hæ afmæli! Live show og skemmtikvöld!
Later Event: July 18
Útgáfutónleikar Emmsjé Gauta