Systkinin Anna Sóley og Mikael Máni hafa bæði komið víða við í tónlist. Þau hafa spilað mikið saman í gegnum tíðina og ávalt mikil spilagleði þegar þau koma fram saman. Í tilefni jólanna verður jólaþema og vel valin jólalög verða tekin fyrir ásamt jözzuðum útgáfum af soulful popplögum, standördum í uppáhaldi og vel getur verið að eitt eða tvö ný frumsamin lög fái að fljóta með.
Frítt inn & allir velkomnir!