Back to All Events

Auður og hljómsveit

Tónlistarmaðurinn Auður gaf út sína aðra breiðskífu í nóvember 2018 sem ber heitið Afsakanir sem fékk frábærar viðtökur og var valin plata ársins á Íslensku Tónlistarverðlaununum 2019. Í sumar gaf hann út lagið Enginn eins og þú sem endaði á toppsætum vinsældarlista útvarpsstöðva og streymisveita og slegið hvert metið á fætur öðru. Auður hefur spilað ásamt hljómsveit út um allt land í ár og auk þess sem hann kom fram á Hróarskeldu í sumar. Auður ætlar að enda árið með stæl í Gamla Bíói og Græna Hattinum. Það er alltaf mikil upplifun að sjá Auður á sviði og hann hlakkar til að koma aftur fram í Gamla Bíó eftir frábæra útgáfutónleika þar í mars síðastliðnum.

Hljómsveitina skipa:
Daníel Friðrik Böðvarsson - Rafgítar og rafbassi
Ellert Björgvin Schram - hljómborð og rafbassi
Magnús Jóhann Ragnarsson - hljómborð og hljómsveitarstjórn
Þorvaldur Þór Þorvaldsson - Trommur

73298301_2388648401374321_2534841766264176640_n.jpg
Earlier Event: December 23
Þorláksmessutónleikar Jónasar Sig
Later Event: December 31
New Year’s Eve Party