Björn Bragi Djöfulsson er glæný uppistandssýning Björns Braga sem sýnd verður í Gamla bíói. Leikkonan og grínistinn Anna Svava hitar upp.
Björn Bragi hefur verið á meðal vinsælustu uppistandara landsins undanfarin ár. Hann hefur lengst af komið fram með Mið-Íslandi og sýnt hátt í 500 uppistandssýningar með hópnum um allt land fyrir yfir 90 þúsund gesti.
Í nýju sýningunni er Björn Bragi á persónulegri nótum en áður og dregur ekkert undan. Hann fer yfir allt frá skrautlegum uppvaxtarárum í Árbænum yfir í hvernig það er að skíta upp á bak frammi fyrir alþjóð.
Back to All Events
Earlier Event: March 5
Frönsk kaffihúsastemning
Later Event: March 7
UAK dagurinn 2020