Ungar athafnakonur halda í þriðja sinn ráðstefnu tileinkaða ungum konum í íslensku atvinnulífi. Þema ráðstefnunnar verður samfélagsleg ábyrgð; hvað felst í henni, hvaða máli hún skiptir og hvaða tækifæri eru til staðar fyrir einstaklinga og fyrirtæki á því sviði. Viðburðurinn er opinn öllum áhugasömum og í ár ber ráðstefnan yfirskriftina Næsta skref í þágu framtíðar.
Miðasala er hafin hér: https://tix.is/is/event/9583/uak-dagurinn-2020/
Miðaverð er eftirfarandi:
Félagskonur: 1.590 kr.
Nýskráning + ráðstefna: 4.590 kr.
Aðrir: 5.590 kr.
Stjórn UAK hvetur gesti ráðstefnunnar til að mæta með eigin ritföng og ráðstefnugögn ásamt því að nýta vistvænar samgöngur eða ferðast saman á ráðstefnuna.
Dagskrá ráðstefnunnar má sjá hér að neðan í Schedule og frekari upplýsingar má nálgast hér: https://www.ungarathafnakonur.is/uak-dagurinn-2020/
Back to All Events
Earlier Event: March 6
Björn Bragi Djöfulsson
Later Event: March 12
Eyjólfur “Eyfi” Kristjánsson