Back to All Events

Mínus

Mínus í Gamla bíó 17. & 18. maí 

Mínus kom eins og atómsprengja á sjónarsvið íslenskrar tónlistar þegar strákarnir sigruðu Músíktilraunir 1999. Eftir það var ekki aftur snúið og sveitin lét mikið fyrir sér fara næstu ár á eftir. Mínus sendi frá sér fjórar breiðskífur og var meðal annars heiðruð á íslensku tónlistarverðlaununum 2003 fyrir bestu plötu ársins. Stundum kölluð hættulegasta hljómsveit landsins en Mínus hafði á sér orð fyrir kraftmikla sviðsframkomu og tónleika þar sem ekkert var gefið eftir. Ekki missa af þessu einstaka tækifæri.

Hljómsveitina skipa: Krummi Björgvinsson Björn Stefánsson Þröstur Heiðar Jónsson Bjarni Sigurðarson Frosti Logason

Earlier Event: May 17
Mínus