Ragga Gísla efnir til tónleika í Gamla bíói laugardaginn 20. janúar. Þar verður farið yfir tónlistarferilinn en hún hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi síðustu áratugi. Þar má nefna Grýlurnar og Stuðmenn en hún hefur einnig starfað með þekktum tónlistarmönnum á borð við Tricky og 808 State.
Á tónleikunum má búast við að heyra þessi helstu lög sem allir þekkja og elska, í bland við það besta af hennar glæsilega ferli.
Ragga er hvergi nærri hætt að gefa út nýja tónlist því á dögunum gaf hún út smáskífuna Úpsí búpsí með hljómsveit sinni Besta band sem rauk upp á topp vinsældalista Rásar 2 og hefur verið spilað víða.
Gamla bíó er einn af uppáhalds tónleikastöðum Röggu því þar gefst kostur á einlægri tengingu við áhorfendur því eina markmiðið er að hafa gaman og fagna lífinu þessa kvöldstund í janúar.
Tónleikarnir eru um 2 tímar með hléi.