Á tónleikum Strokkvartettsins SIGGI á Norrænum músíkdögum flytur hópurinn verk eftir íslensk, sænsk og finnsk tónskáld.
Strokkvartettinn SIGGI hefur undanfarin ár skipað sér í röð fremstu tónlistarhópa landsins en hann hlaut verðlaun sem Flytjandi ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2019. Listamenn kvartettsins eru virkir sem einleikarar og kammerspilarar og leika í Sinfóníuhljómsveit Íslands og Kammersveit Reykjavíkur. Efnisskrá klassíska strengjakvartettsins skipar veglegan sess á dagskrá kvartettsins sem og flutningur á íslenskri og erlendri samtímatónlist. Meðal fyrri verkefna má nefna upptökur á verkum Philip Glass fyrir Deutsche Grammophon með Víkingi Ólafssyni píanóleikara og verk Atla Heimis Sveinssonar. Debut-diskur kvartettsins South of the Circle kom út árið 2019 hjá Sono Luminus útgáfunni bandarísku og hefur hlotið frábærar viðtökur síðan.
Efnisskrá:
Fabian Svensson (SE) - Nýtt verk - frumflutningur
Ingibjörg Skarphéðinsdóttir (IS) - Klakabrennur II (2019)
Halldór Smárason (IS) - Nýtt verk - frumflutningur
Anna Huuskonen (FI) - Artificiel par nature (2018)
Kvartettinn skipa:
Una Sveinbjarnardóttir, fiðla
Helga Þóra Björgvinsdóttir, fiðla
Þórunn Ósk Marínósdóttir, víóla
Sigurður Bjarki Gunnarsson, selló
Gestir:
Hildigunnur Einarsdóttir, mezzósópran
o.fl.
Við bjóðum ykkur innilega velkomin á Norræna músíkdaga 2022 á Íslandi. Hátíðin fer fram í Reykjavík og Kópavogi. Viðburðarík dagskrá býður upp á fjölbreytta tónleika á ýmsum stöðum og í opinberum rýmum. Samhliða hátíðardagskránni fer fram sýning á nýsköpun í hljóðfærasmíði í Ráðhúsi Reykjavíkur, málstofa um alþjóðleg áhrif í listum, skólatónleikar og vinnustofa fyrir ungt tónlistarblaðafólk. Verið með og deilið ástríðu okkar fyrir uppbyggingu á alþjóðlegu tónlistarsamfélagi!
Norrænir músíkdagar hafa verið haldnir síðan 1888 og er ein af elstu hátíðum fyrir samtíma klassíska tónlist í heiminum. Hátíðin er einstök á þann hátt að hún er skipulögð af tónskáldunum sjálfum. Hátíðin 2022 er skipulögð af Tónskáldafélagi Íslands.
////
SIGGI STRING QUARTET perform works by Swedish, Finnish and Icelandic Composers at Nordic Music Days.
The SIGGI string quartet has become one of the leading chamber groups in Iceland in recent years and received the award Performer of the Year at the Icelandic Music Awards in 2019. SIGGI’s artists are active as soloists and chamber musicians and play in the Iceland Symphony Orchestra and the Reykjavík Chamber Orchestra.The repertoire of the classical string quartet occupies a prominent place in the quartet's repertoire and the performance of contemporary music. Previous projects include the recordings of Philip Glass for Deutsche Grammophon with pianist Víkingur Ólafsson and the oevre of Atli Heimir Sveinsson. The quartet's debut album South of the Circle was released in 2019 by the American label Sono Luminus and has received excellent reviews since.
Programme:
Fabian Svensson (SE) - New work (WP)
Ingibjörg Skarphéðinsdóttir (IS) - Klakabrennur II (2019)
Halldór Smárason (IS) - New work (WP)
Anna Huuskonen (FI) - Artificiel par nature (2018)
Performers:
SIGGI String Quartet (IS):
Una Sveinbjarnardóttir, violin
Helga Þóra Björgvinsdóttir, violin
Þórunn Ósk Marínósdóttir, viola
Sigurður Bjarki Gunnarsson, cello
Guests:
Hildigunnur Einarsdóttir (IS), mezzo soprano
a.o.
We are excited to welcome you to Nordic Music Days 2022 in Iceland. The festival takes place in the capital Reykjavík and the municipality of Kópavogur. Next to many concerts at various venues and in public spaces the rich festival program offers an exhibition of innovative instruments, a conference on global impact in the arts, concerts for school children and a workshop for young music journalists. Please join in and share our passion for international community building!
The Nordic Music Days have been organized since 1888 as one of the oldest festivals for contemporary classical music in the world. The festival is unique in the sense that it is organized by the composers themselves. This years’ festival is organized by the Icelandic Composers’ Society.