Back to All Events

Aldubáran (FO)

Færeyski tónlistarhópurinn Aldubáran flytur verk eftir færeysk og norsk tónskáld á tónleikunum í Gamla bíói á Norrænum músíkdögum.

Aldubáran er leiðandi kammerhljómsveit í færeysku tónlistarlífi. Með fjölhæfri og óvenjulegri hljóðfæraskipan hefur hljómveitin boðið upp á mjög fjölbreytta flóru tónleika síðan árið 1995. Hún leikur allt frá Bach og Beethoven yfir í að starfa með helstu tónskáldum og söngvurum Færeyja og flytja splunkunýja tónlist í mismunandi tónlistarstílum. Hér kemur Aldubáran fram sem strengjakvartett. Um er að ræða einstakt tækifæri til að kynnast því sem er að gerast í færeysku tónlistarlífi núna.

Efnisskrá:
Kristian Blak (FO) - Snart vippe vi over (2018)
Eli Tausen á Lava (FO) - Growing Apart (2020)
Simona Eivinsdóttir (FO) - Tøgn-Òró-Ró
Cecilie Ore (NO) - Non nunquam (1999)
Tróndur Bogason (FO) - Disco
Kári Bæk (FO) - Valsur einkinsins riddara

Flytjendur:
Aldubáran (FO):
Sámal Petersen, fiðla
Jón Festirstein, fiðla
Angelika Hansen, víóla
Andreas Restorff, selló

Við bjóðum ykkur innilega velkomin á Norræna músíkdaga 2022 á Íslandi. Hátíðin fer fram í Reykjavík og Kópavogi. Viðburðarík dagskrá býður upp á fjölbreytta tónleika á ýmsum stöðum og í opinberum rýmum. Samhliða hátíðardagskránni fer fram sýning á nýsköpun í hljóðfærasmíði í Ráðhúsi Reykjavíkur, málstofa um alþjóðleg áhrif í listum, skólatónleikar og vinnustofa fyrir ungt tónlistarblaðafólk. Verið með og deilið ástríðu okkar fyrir uppbyggingu á alþjóðlegu tónlistarsamfélagi!
Norrænir músíkdagar hafa verið haldnir síðan 1888 og er ein af elstu hátíðum fyrir samtíma klassíska tónlist í heiminum. Hátíðin er einstök á þann hátt að hún er skipulögð af tónskáldunum sjálfum. Hátíðin 2022 er skipulögð af Tónskáldafélagi Íslands.

/////
The Faroese music group Aldubáran performs works by Faroese and Norwegian composers at the concert in Gamla bíó during the Nordic Music Days.

Aldubáran is the leading chamber group in the Faroese music scene. With a varied and unusual line up of instruments, the group has offered a very diverse range of concerts since 1995. Aldubáran plays everything from Bach and Beethoven to working with Faroese composers and singers and performing brand new music in different musical styles. Here Aldubáran performs as a string quartet. This is a unique opportunity to follow what is happening now in the Faroese music scene.

Programme:
Kristian Blak (FO) - Snart vippe vi over (2018)
Eli Tausen á Lava (FO) - Growing Apart (2020)
Simona Eivinsdóttir (FO) - Tøgn-Òró-Ró
Cecilie Ore (NO) - Non nunquam (1999)
Tróndur Bogason (FO) - Disco
Kári Bæk (FO) - Valsur einkinsins riddara

Performers:
Aldubáran (FO):
Sámal Petersen, violin
Jón Festirstein, violin
Angelika Hansen, viola
Andreas Restorff, cello

We are excited to welcome you to Nordic Music Days 2022 in Iceland. The festival takes place in the capital Reykjavík and the municipality of Kópavogur. Next to many concerts at various venues and in public spaces the rich festival program offers an exhibition of innovative instruments, a conference on global impact in the arts, concerts for school children and a workshop for young music journalists. Please join in and share our passion for international community building!
​​The Nordic Music Days have been organized since 1888 as one of the oldest festivals for contemporary classical music in the world. The festival is unique in the sense that it is organized by the composers themselves. This years’ festival is organized by the Icelandic Composers’ Society.

Earlier Event: October 12
Siggi String Quartet (IS)
Later Event: October 14
Ensemble Adapter (IS/DE)