Back to All Events

Ensemble Adapter (IS/DE)

Ensemble Adapter frumflytur Háttatal Guðmunds Steins Gunnarssonar á Norrænum músíkdögum.

Adapter er þýsk-íslenskur kammerhópur fyrir samtímatónlist með aðsetur í Berlín. Kjarni hópsins samanstendur af kvartett með flautu, klarínettu, hörpu og slagverk. Ásamt fjölmörgum gestahljóðfæraleikurum getur þessi kjarni vaxið í hóp með allt að 10 spilurum. Hópurinn kemur reglulega fram á þekktustu samtímatónlistarhátíðum Evrópu og hefur frumflutt aragrúa tónverka og gefið út alþjóðlega. Adapter hefur lagt ríka áherslu á að þróa stærri þverfagleg verkefni. Með vinnustofum hefur Adapter miðlað þekkingu sinni á því hvernig á að skrifa fyrir hljóðfærin, læra og flytja samtímatónlist til tónskálda, hljóðfæraleikara og skapandi listamenn víðsvegar um heiminn. Adapter tekst á við nýjustu þróun á mismunandi sviðum nútímatónsköpunar og kemur fram á framsækinn hátt með ósviknum og kraftmiklum stíl.

Flytjendur:
Ensemble Adapter (IS/DE):
Kristjana Helgadóttir, flauta
Ingólfur Vilhjálmsson, klarínett
Gunnhildur Einarsdóttir, harpa
Matthias Engler, slagverk

Um Háttatal:
Um leið og gömlu hættirnir kynntust rími hófst öld mikillar sýndarmennsku í íslenskri ljóðlist. Hættir gátu farið áfram og afturábak, fyrripartur gat rímað í heilu lagi við seinnipart, vatnsheld sléttubönd með afslætti og hvað þetta nú allt heitir. Ljóðstafirnir voru samt alltaf á samastað og atkvæðafjöldinn líka, fyrir utan eitt og eitt forskeyti.
Þó ekki sé nema smávegis auka innrími bætti inn í aðra hverja línu fær hátturinn nýtt nafn og nýjan blæ. Tónlist, ljóðlist og frásögn voru eitt. Mikið af merkilegum skáldum rituðu háttatöl eða háttalykla, eða á latínu: Clavis Metrica. Síkur lykill var venjulega með dæmum um helstu hætti og sýndi hvernig þær virkuðu með vísum eftir höfundinn sjálfann. Lyklarnir útskýra og kenna en áttu jafnframt að sýna hvers skáldið er megnugt.
Þrátt fyrir allar reglurnar um rím, hákveður og lákveður, ljóðstafi og hvaðeina er tónlistarlega hrynjandin oft mjög teygjanleg í flutningi. Sá þröngi stakkur sem skáldskaparmálið setur tónlistinn býr í rauninni til mjög skýra tilfinningu fyrir endurtekningu sem í rauninni eykur möguleika á sveigjanlegum flutningi þegar kemur að tónlistarlegri hrynjandi, þó tónlistarlega hrynjandin sé toguð og teygð, þekkist form háttanna alltaf, fyrir þá sem fengið hafa fiskinn í eyrað ef svo má að orði komast.
Í Háttatali (2022) Guðmundar Steins Gunnarssonar fylgir hann í fótspor rímnaskáldanna og háttatalsskrifaranna gömlu. Þráður er ofin úr gömlu rímnaháttunum með öllu því skrauti og flúri sem einkenndi gömlu hættina, og allt það án orða eða nokkurs texta. Ýmis hljóð eru dregin fram úr hljóðfærum og hljóðgjöfum ýmiss konar - ljóðstafir, víxlrím, innrím og hvaðeina fær nýtt líf í tungumáli hljóðfæranna. Úr þessu verður til talnaband þar sem hver og ein perla er bara örlítið ólík þeirri síðustu.
Verkið var samið með dyggum stuðningi Starfslaunasjóðs listamanna. Verkið er tileinkað Ensemble Adapter, Svend Nielsen og Atla Ingólfssyni.

Við bjóðum ykkur innilega velkomin á Norræna músíkdaga 2022 á Íslandi. Hátíðin fer fram í Reykjavík og Kópavogi. Viðburðarík dagskrá býður upp á fjölbreytta tónleika á ýmsum stöðum og í opinberum rýmum. Samhliða hátíðardagskránni fer fram sýning á nýsköpun í hljóðfærasmíði í Ráðhúsi Reykjavíkur, málstofa um alþjóðleg áhrif í listum, skólatónleikar og vinnustofa fyrir ungt tónlistarblaðafólk. Verið með og deilið ástríðu okkar fyrir uppbyggingu á alþjóðlegu tónlistarsamfélagi!
Norrænir músíkdagar hafa verið haldnir síðan 1888 og er ein af elstu hátíðum fyrir samtíma klassíska tónlist í heiminum. Hátíðin er einstök á þann hátt að hún er skipulögð af tónskáldunum sjálfum. Hátíðin 2022 er skipulögð af Tónskáldafélagi Íslands.

//////
Ensemble Adapter premieres The Clavis Metrica by Guðmundur Steinn Gunnarsson at Nordic Music Days.

Adapter is a German-Icelandic ensemble for contemporary music based in Berlin. The core of the group consists of a quartet with flute, clarinet, harp and percussion. Together with steady guest instrumentalists this core grows into chamber music settings with up to 10 players.The group regularly performs at Europe's best-known contemporary music festivals and has premiered numerous compositions and released recordings internationally. The ensemble also produces and co-produces larger interdisciplinary projects. In workshops Adapter transfers knowledge of how to write, study and perform contemporary music to composers, instrumentalist and creatives worldwide. Adapter stays in touch with the latest developments in the differing scenes of contemporary creation - maintaining a progressive, authentic and powerful style.

Performers:
Ensemble Adapter (IS/DE):
Kristjana Helgadóttir, flute
Ingólfur Vilhjálmsson, clarinet
Gunnhildur Einarsdóttir, harp
Matthias Engler, percussion

About Háttatal:
As the scaldic meter would merge with rhyme, an age of olympic virtuosity in poetry started in Iceland. Meters that can go backwards and forwards, where a whole couplet rhymes with the next one entirely - all this and much more, keeping a strict number of syllables and meanwhile adhering to strict rules of alliterations.
Every variant of every meter has a name and a style. Music, poetry and storytelling were one and the same. Various significant poets would write a Háttatal or a Háttalykill or in latin: Clavis Metrica. A clavis metrica would usually consist of a catalog of meters with poems written by the author. They teach and explain each meter but also display the poet's virtuosity.
Despite the elaborate and somewhat strict rules of these types of poetic meters the musical rhythm can be very fleeting and elastic in performance. The clear patterns of color and emphasis generated by the rules of the meter make for a flexible canvas for live performance as the meter can withstand a lot of variation as regards to rhythm and melody and still be recognizable by the trained poetic ear.
In the Clavis Metrica (2022) of Guðmundur Steinn Gunnarsson (IS), the author follows in the footsteps of the poets of old. A string of poems with all the embellishments and variations is written for instruments only without any text. Various sounds made by instruments signify different vowels and consonants, emphasis and articulation. Out comes a long rosary of many beads with each being only slightly different than the previous one.
The composition of the piece was generously supported by the Artist Salary Fund of Iceland Ministry of Culture and Education. The piece is dedicated to Ensemble Adapter, Svend Nielsen and Atli Ingólfsson.

We are excited to welcome you to Nordic Music Days 2022 in Iceland. The festival takes place in the capital Reykjavík and the municipality of Kópavogur. Next to many concerts at various venues and in public spaces the rich festival program offers an exhibition of innovative instruments, a conference on global impact in the arts, concerts for school children and a workshop for young music journalists. Please join in and share our passion for international community building!
​​The Nordic Music Days have been organized since 1888 as one of the oldest festivals for contemporary classical music in the world. The festival is unique in the sense that it is organized by the composers themselves. This years’ festival is organized by the Icelandic Composers’ Society.

Earlier Event: October 13
Aldubáran (FO)
Later Event: October 14
Reykjavík Chamber Orchestra (IS)