Back to All Events

Reykjavík Chamber Orchestra (IS)

Kammersveit Reykjavíkur flytur verk eftir íslensk, sænsk, norsk og finnsk tónskáld á tónleikunum í Gamla bíói á Norrænum músíkdögum. Á tónleikunum verður frumfluttur trompetkonsert Gunnars Andreasar Kristinssonar með trompetleikaranum Jóhanni Nardeau.

Kammersveit Reykjavíkur hefur skipað mikilvægan sess í tónlistarlífi Íslands í áratugi. Sveitin kemur fram í misstórum hópum, allt frá 3 til 35 manns, en stærð hópsins ræðst af þörfum tónverkanna hverju sinni. Meðlimir Kammersveitarinnar eru virkir þátttakendur í tónlistarsenunni enda meðlimir í Sinfóníuhljómsveit Íslands og ýmsum öðrum hljómsveitum auk þess að stunda tónlistarkennslu. Kammersveitin hefur svo sannarlega auðgað íslenskt tónlistarlíf með því að leyfa áheyrendum að hlýða á fyrsta flokks flutning tónbókmennta frá ýmsum tímabilum tónlistarsögunnar.
Kammersveitin hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2004 fyrir upptökur sínar á Brandenburgarkonsertum Bachs, þar sem Jaap Schröder leiddi hljómsveitina. Hún var tilnefnd til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2015.

Efnisskrá:
Gunnar Andreas Kristinsson (IS) - Konsert fyrir trompett og kammersveit (2022) -
frumflutningur
Kalle Hermanni Autio (FI) - Karl very tired and lower average ouverture (2018)
Martyna Kosecka (NO/PL) - Ourobóros (2018/22)
Mansoor Hosseini (SE/IR) - Pharmacy Suite (2017)
Þuríður Jónsdóttir (IS) - The CV of a Butterfly (2019)

Flytjendur:
Kammersveit Reykjavíkur
Einleikari:
Jóhann Nardeau, trompet
Hljómsveitarstjóri:
Toby Thatcher

Við bjóðum ykkur innilega velkomin á Norræna músíkdaga 2022 á Íslandi. Hátíðin fer fram í Reykjavík og Kópavogi. Viðburðarík dagskrá býður upp á fjölbreytta tónleika á ýmsum stöðum og í opinberum rýmum. Samhliða hátíðardagskránni fer fram sýning á nýsköpun í hljóðfærasmíði í Ráðhúsi Reykjavíkur, málstofa um alþjóðleg áhrif í listum, skólatónleikar og vinnustofa fyrir ungt tónlistarblaðafólk. Verið með og deilið ástríðu okkar fyrir uppbyggingu á alþjóðlegu tónlistarsamfélagi!
Norrænir músíkdagar hafa verið haldnir síðan 1888 og er ein af elstu hátíðum fyrir samtíma klassíska tónlist í heiminum. Hátíðin er einstök á þann hátt að hún er skipulögð af tónskáldunum sjálfum. Hátíðin 2022 er skipulögð af Tónskáldafélagi Íslands.

///

Reykjavík Chamber Orchestra performs works by Icelandic, Norwegian, Swedish and Finnish composers at Nordic Music Days. The concert features the premiere of Gunnar Andreas Kristinsson's trumpet concerto with trumpeter Jóhann Nardeau.

Reykjavik Chamber Orchestra has played an important role in the capital's music scene for decades. The ensemble performs in groups of varying sizes, from 3 to 35 people, but the size of the group is determined by the needs of the compositions at each time. The members of the chamber orchestra are active participants in the musical life of Iceland, as they are members of the Iceland Symphony Orchestra and various other ensemble, as well as being teaches. The RSO has certainly enriched Icelandic musical life by giving an audience the opportuniy to listen to first-class performances of the repertoire from various periods of musical history. The orchestra was awarded the Icelandic Music Prize for their recordings of Bach´s Brandenburg oncertos with conductor Jaap Schröder and was nominated for the Nordic Council Music Prize in 2015.

Programme:
Gunnar Andreas Kristinsson (IS) - Concerto for trumpet and chamber orchestra (2022) (WP)
Kalle Hermanni Autio (FI) - Karl very tired and lower average ouverture (2018)
Martyna Kosecka (NO/PL) - Ourobóros (2018/22)
Mansoor Hosseini (SE/IR) - Pharmacy Suite (2017)
Þuríður Jónsdóttir (IS) - The CV of a Butterfly (2019)

Performers:
Reykjavík Chamber Orchestra
Soloist:
Jóhann Nardeau, trumpet
Conductor:
Toby Thatcher

We are excited to welcome you to Nordic Music Days 2022 in Iceland. The festival takes place in the capital Reykjavík and the municipality of Kópavogur. Next to many concerts at various venues and in public spaces the rich festival program offers an exhibition of innovative instruments, a conference on global impact in the arts, concerts for school children and a workshop for young music journalists. Please join in and share our passion for international community building!
​​The Nordic Music Days have been organized since 1888 as one of the oldest festivals for contemporary classical music in the world. The festival is unique in the sense that it is organized by the composers themselves. This years’ festival is organized by the Icelandic Composers’ Society.

Earlier Event: October 14
Ensemble Adapter (IS/DE)
Later Event: October 19
Hálendishátíð - Styrktartónleikar