Hljómsveitin Vök sendir frá sér sína þriðju hljómplötu.
Þetta er fyrsta breiðskífa Vakar frá því að þau sendu frá sér verðlaunaplötuna, In the Dark, árið 2019 en sú plata færði hljómsveitinni þrenn verðlaun á Íslensku Tónlistarverðlaununum.
Vök hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi frá því að þau unnu Músíktilraunir 2013 og hafa gefið út tvær stuttskífur (EP) og breiðskífuna, „Figure“ sem var einnig valin 'plata ársins 2017' á Íslensku Tónlistarverðlaununum.
Vök hafa löngu getið sér gott orð fyrir draumkenndan og lagskiptan hljóðheim þar sem electro og indie poppi er blandað saman.
Þríeykið sem myndar Vök eru Margrét Rán söngkona og lagahöfundur, Einar Stef gítar- og bassaleikari og Bergur Dagbjartsson trommuleikari.
Back to All Events
Earlier Event: October 19
Hálendishátíð - Styrktartónleikar
Later Event: October 29
Líf og dauði