Sjáið þið ekki veisluna? Við bjóðum ykkur velkomin á SAHARA Festival! Þar sem markaðsfólk á heimsmælikvarða útskýrir allt sem viðkemur stafrænni markaðssetningu með þekkingu, hressleika og mannamál að vopni.
Markaðssetning á að vera skemmtileg og þó að þú setjir „stafræn“ fyrir framan hana verður hún ekki sjálfkrafa flókin og krefjandi. Til að leiðrétta þann misskilning buðum við nokkrum af færustu sérfræðingum heims (og þér líka!) í partí í Gamla Bíó, sem við köllum Sahara Festival. Þar munu fulltrúar frá fyrirtækjum á borð við TikTok, Smirnoff, Nike og Spotify ausa úr viskubrunnum sínum í snörpum örfyrirlestrum – og jafnvel taka létt spjall yfir drykk eftir á.
Emma Lundgren - TikTok
Aoife Mcllraith - SEMrush
Ryan Chappell - Spotify
Árni Pjetursson - Nike
Christine Nikolaou - Diageo | Smirnoff, Guinness, Baileys
Thomas Fennelly - HubSpot
Ertu að stíga þín fyrstu skref í heimi stafrænnar markaðssetningar og langar að kynna þér nýjustu strauma og stefnur? Þér er boðið! Veistu allt um Google Ads en langar að prófa þig áfram á TikTok? Þér er boðið! Ertu sjóaður stafrænn markaðssérfræðingur sem hefðir samt gott af því að fá ferskt sjónarhorn frá þeim færustu í bransanum á heimsvísu? Þér er líka boðið! Þannig, til að taka þetta saman: þetta er viðburður fyrir alla sem vilja auka þekkingu sína á stafrænni markaðssetningu.
Nánari upplýsingar inn á → www.sahara.is/festival
Sjáumst öll á SAHARA Festival!